Hans Christian Andersen
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hans Christian Andersen (2. apríl 1805 – 4. ágúst 1875) var danskt skáld og rithöfundur sem þekktastur er fyrir ævintýri sín. Meðal þekktustu ævintýra hans eru Eldfærin og Prinsessan á bauninni (1835), Litla hafmeyjan og Nýju fötin keisarans (1837), Litli ljóti andarunginn (1843), Snædrottningin (1844), Litla stúlkan með eldspýturnar (1845) og Hans klaufi (1855).