Hollywood
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hollywood er hverfi í Los Angeles í Bandaríkjunum norðvestan við miðborgina. Vegna sögu hverfisins sem miðpunktar bandarísks kvikmyndaiðnaðar er nafn þess gjarnan notað sem samheiti fyrir gjörvallan sjónvarps- og kvikmyndaiðnað Bandaríkjanna. Nú á dögum hafa þó flest stóru kvikmyndaverin flutt starfssemi sína á aðra staði innan Los Angeles-svæðisins en mörg sérhæfð fyrirtæki sem starfa við kvikmyndir (t.d. við klippingu, eftirvinnslu, tæknibrellur, lýsingu og leikmuni) eru ennþá staðsett þar.