Hringbraut
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hringbraut er ein af aðalumferðargötum Reykjavíkur. Hún nær frá hringtorginu fyrir framan JL-húsið á Granda að mislægum gatnamótum við Snorrabraut, en þar eftir heitir hún Miklabraut. Hún skiptir þannig Vesturbænum í tvennt allt að hringtorginu á Melunum og skilur þar eftir Miðborgina frá Vatnsmýrinni. Við Hringbraut standa bæði Þjóðminjasafn Íslands, Félagsmiðstöð stúdenta, Landspítalinn og Umferðarmiðstöð Reykjavíkur.