Jamie Lee Curtis
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jamie Lee Curtis (fædd 22. nóvember 1958 í Los Angeles) er bandarísk leikkona og barnabókahöfundur. Jamie er hvað mest þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndinni True Lies en fyrir hana hlaut hún Golden Globe-verðlaunin fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki, ásamt því að hafa leikið í myndinni Freeky Friday, þar sem hún lék á móti Lindsay Lohan.
Curtis hóf leikkonuferill sinn í hryllingsmyndum og lék meðal annars í Halloween-myndunum ástæðan var hún kunni að öskra. Hún stimplaði sig inn í gamanmyndirnar með leik sínum í A Fish Called Wanda en í henni var Monty Python tvíeykið Michael Palin og John Cleese.