Katanes
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- Katanes er líka íslenskt heiti á héraðinu Caithness í Skotlandi.
Katanes er lítið nes og samnefnd jörð í utanverðum Hvalfirði, norðan megin við fjörðinn og austan við Grundartanga. Jörðin nær yfir votlendið milli Akrafjalls og Svarfhóls en tanginn, þar sem bærinn stendur, stendur hærra en mestur hluti hennar. Við Katanes er Katanestjörn þar sem Katanesdýrið sást 1874 til 1876. Í lok nóvember 2006 keyptu Faxaflóahafnir sf. jörðina, en fyrirtækið hafði áður eignast fleiri jarðir nálægt Grundartanga þar sem í bígerð er að auka við hafnaraðstöðuna.