Kjördæmahagræðing
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kjördæmahagræðing nefnist það ferli þegar kjördæmamörk eru flutt til þannig að úrslit verði á annan veg en ef þau hefðu haldist óbreytt. Einkum á þetta við í einmenningskjördæmum.
Þetta ferli er mjög algengt í Bandaríkjunum þar sem það tryggir oft það að sitjandi þingmenn ná endurkjöri.