Klasi (forritun)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Klasi er eining í forritun sem er forrituð með eitthvað skilgreint markmið eða hlutverk, klasi getur til dæmis séð um tengingu við gagnagrunn, þá nota aðrir klasar hann til að hafa samkipti við gagnagrunninn. Klasar geta haft samskipti sín á milli beint eða í gegnum skil. Skil eru notuð sem skilgreiningarhluti á klasa til að auðvelda samskipti á milli forritunareininga innan forrits.
Dæmi: Klasinn Maður og klasinn KarlMaður sem erfir Klasann Maður. Það þýðir að kall á klasann KarlMaður getur nýtt aðferðir sem eru skilgreindar í klasanum Maður.
Dæmi í Java
public class Maður { public void VeifaHöndum(){ //aðferð til að veifa Höndun } } public class KarlMaður extends Maður{ //extends er skipunin í java sem segir erfir public void LataVaxaSkegg() { //Aðferð til að láta skegg vaxa } } public static void main(string Args[]) { KarlMaður karlMaður = new KarlMaður(); karlMadur.VeifaHöndum(); karlMaður.LataVaxaSkegg(); }
Klasinn sem erfir getur framkvæmt aðgerðir og notað breytur sem eru í erfðum klasa sem eru skilgreindar sem public eða protected en ekki ef skilgreiningin private er notuð. Í dæminu að ofan ef aðgerðin VeifaHöndum() væri skilgreind svona: private void VeifaHöldum() þá hefði klasinn KarlMaður ekki aðgang að aðgerðinni og forritsstubburinn að ofan væri ólöglegur.
Á sama hátt er hægt að láta skil erfa skil en skil geta ekki erft klasa og klasi getur ekki erft skil.