Krýsippos
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Krýsippos frá Soli (forngríska: Χρυσιππος) (280-207 f.Kr.) var nemandi Kleanþesar og síðar arftaki hans sem stóíska skólans í heimspeki (232-204 f.Kr.). Hann var einn áhrifamesti hugsuður stóuspekinnar og átti mestan þátt í að gera stóuspekina að vinsælustu heimspekinni bæði í Grikklandi og Róm um aldir.
Krýsippos var afkastamikill rithöfundur. Verk hans munu hafa verið um 700 talsins en ekkert er varðveitt að undanskildum brotum sem síðari tíma höfundar vitna í svo sem Cicero, Seneca og fleiri.
Sagan segir að Krýsippos hafi dáið úr hlátri eftir að hafa séð asna éta fíkjur.
[breyta] Heimildir
- Greinin „Chrysippos“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 19. september 2005.
[breyta] Tengt efni
[breyta] Tenglar
- Grein um Krýsippos á The Internet Encyclopedia of Philosophy