Kulturformidlingen Norrøne Tekster og Kvad
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kulturformidlingen norrøne tekster og kvad er norskt sjálfseignarfyrirtæki i eigu íslendingsins Jóns Júlíusar Filippussonar. Tilgangur fyrtækisins er m. a. að miðla norrænum fornbókmenntum á veraldarvefnum gegnum samstarfsverkefnið norrøne tekster og kvad. Verkefnið geymir að mestu heimildir á stafréttri norrænu en að auki ýmsar þýðingar á nútíma norðurlandamálum og aðrar heimildir og ýtarefni. Meðal efnis eru m. a. Eddukvæði, Snorra Edda, Dróttkvæði, Fornaldarsögur Norðurlanda, Konungasögur og Íslendingasögur.
Grunnur að verkefninu var lagður 1997 en verkefnið norrøne tekster og kvad opnaði fyrir almenning á slóðinni heimskringla.no 1. ágúst 2005. Kulturformidlingen norrøne tekster og kvad er skráð sem sjálfseignarfyrirtæki í norsku fyrirtækjaskránni.