Landnámshænan
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Íslenska landnámshænan er eitt fjölmargra afbrigða nytjahænsna en þau eru flokkuð sem deilitegund frá Gallus gallus í Gallus gallus domesticus og þaðan í fjölmörg ræktunarafbrigði. Íslenska landnámshænan hefur ekki neitt sérstakt fræðilegt flokkunarheiti.
Landnámshænan kom til Íslands með landnámsmönnum á tíundu öld og rannsóknir á vefjaflokkagerð hennar sýnir einungis skyldleika með gömlum norskum hænsnum sem bendir til að þar sé sami stofninn á ferð og landnámsmenn komu með.
Landnámshænan er litskrúðug og fremur stór, harðgerð og dugleg. Hver hæna virðist búa yfir sínum persónuleika og hefur sterka hvöt til að unga út sjálf og liggja á eggjunum en hænan verpir um einu eggi á dag um varptímann. Íslenska landnámshænan er sjaldgæf sjón og telur nokkur hundruð fugla sem finna má á Hvanneyri, í Húsdýragarðinum í Laugardal og á örfáum bæjum hér og þar um landið.
[breyta] Heimildir:
- Vísindavefurinn: „Hefur íslenska hænan sérstakt fræðiheiti?“
- Eigenda og ræktunarfélag landnámshænsna sótt 26. nóvember 2006
- Bjarteyjarsandur Sótt 26. nóvember 2006