Leifur Sigfinnur Garðarsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Leifur Sigfinnur Garðarsson, fæddur 23. febrúar 1968, er einn þekktasti körfuknattleiksdómari Íslands fyrr og síðar.
Hann lauk dómaraprófi árið 1987 og dæmdi sinn fyrsta leik 6. nóvember sama ár. Árið 1993 tók hann alþjóðlegt dómarapróf á Ítalíu. Leifur dæmdi u.þ.b. 100 leiki á alþjóðlegum vettvangi, 389 leiki í úrvalsdeild og hátt á níunda hundraðið samtals. Hann lagði flautuna á hilluna fyrir haustið 2004. Leifur sat í dómaranefnd KKÍ í samtals meira en áratug.
Leifur lék u.þ.b. 100 leiki með meistaraflokki Hauka í körfuknattleik og varð bikarmeistari með liðinu 1985 og 1986. Hann var auk þess fyrirliði drengjalandsliðsins í körfuknattleik á keppnisferðalagi um Svíþjóð árið 1984.
Á ferli sínum sem knattspyrnumaður lék Leifur um 60 leiki með FH og Þór Akureyri í 1. deildinni. Hann lék um 20 leiki með ÍK úr Kópavogi sumarið 1991 og skoraði sex mörk. Þjálfaði og lék með Sindra á Hornafirði í 4. deild sumarið 1992.
Hefur starfað við knattspyrnuþjálfun í hartnær 20 ár hjá FH, KR, Sindra og Þór Akureyri. Var aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara FH 2004 og 2005. Haustið 2005 var Leifur ráðinn aðalþjálfari Fylkis í úrvalsdeild karla í knattspyrnu.
[breyta] Heimildir
- KKDÍ.is 6. apríl 2005