Leppalúði
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Leppalúði er þriðji eiginmaður Grýlu og saman eiga þau hina alræmdu jólasveina sem koma til byggða um jólin. Leppalúði er óskaplegt letiblóð og fara ekki sögur af honum öðruvísi en bíðandi eftir að Grýla færi honum mat í helli þeirra í fjöllunum.