Prisma
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Glerstrendingur eða prisma er gegnsær hlutur oftast úr gleri eða plasti, sem notaður er til að kljúfa hvítt ljós með ljósbroti. Þegar ljós fer úr lofti í gler þá breytir það um hraða og stefnu (ljósbrot) vegna þess að það fer mishratt í gegnum efni eftir bylgjulengd ljóssins. Með glerstrendingi má sjá litróf ljóss, eins og gerist þegar regnbogi myndast við ljósbrot í vatnsdropum.
Með því að nota innspeglun í glerstrendingum má nota þá sem spegla í ljóstækjum, t.d. í myndavélum. Silfurberg (enska Iceland spar) var mikið notað í ljóstækjum fram á miðja 20. öld.