Purrkur Pillnikk
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Purrkur Pillnikk var íslensk hljómsveit sem starfaði á árunum 1981-1982, hún var í forsvari fyrir nýja íslenska tónlist, sem spratt upp úr síðpönkbylgju áttunda áratugarins. Purrkur Pillnikk var afkastamikil hljómsveit, en hún gaf út 10 laga smáskífuna Tilf í apríl 1981, síðan fylgdi Ekki enn þá um haustið. Vorið 1982 kom út önnur stór plata þeirra, Googooplex. No time to think var 4 laga smáskífa. Maskínan var tónleikaplata. Einnig kom hljómsveitin fram á yfir 60 tónleikum á þeim stutta tíma sem hún starfaði. Hljómsveitin kom fyrir í myndinni Rokk í Reykjavík eftir Friðrik Þór Friðriksson.
Meðlimir Purrks Pillnikk voru: Ásgeir Bragason trommuleikari, Bragi Ólafsson bassaleikari, Einar Örn Benediktsson rödd og Friðrik Erlingsson gítarleikari.
Nýlega gaf hljómsveitin Gus Gus út lagið "If you don't jump, you're English" þar sem notast er við hljóðbút úr lagi Purrksins, "Augun úti".