Reykdælahreppur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Reykdælahreppur var hreppur í Suður-Þingeyjarsýslu. Náði hann frá Skjálfandafljóti að vestan, yfir Reykjadal ofan Vestmannsvatns og mestan hluta Laxárdals.
Hreppurinn varð til undir lok 19. aldar þegar Helgastaðahreppi var skipt í tvennt, í Reykdælahrepp og Aðaldælahrepp.
Hinn 9. júní 2002 sameinaðist Reykdælahreppur Hálshreppi, Ljósavatnshreppi og Bárðdælahreppi undir nafninu Þingeyjarsveit.