Richard Nixon
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Richard Milhouse Nixon (9. janúar 1913 – 22. apríl 1994) var 37. forseti Bandaríkjanna frá 20. janúar 1969 til 9. ágúst 1974 fyrir repúblikana. Hann er eini forsetinn sem hefur sagt af sér en afsögnin kom til vegna yfirvofandi þingsákæru í tengslum við Watergate-hneykslið sem snerist um tengsl forsetans við njósnir á kosningaskrifstofu Demókrataflokksins. Hann hóf það ferli að láta Bandaríkjaher hörfa frá Víetnam, vegna niðurskurðar Bandaríkjaþings á fjármögnun stríðsins.
Fyrirrennari: Lyndon B. Johnson |
|
Eftirmaður: Gerald Ford |