Seattle
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Seattle er borg í norðvesturhluta Bandaríkjanna í Washingtonfylki á milli Pugetsunds og Washingtonvatns. Áætlaður íbúafjöldi árið 2006 er 570.430 manns en 3,8 milljónir í borginni og nágrannabyggðum. Seattle er þekkt sem fæðingarstaður grunge-tónlistar og kaffihúsakeðjunnar Starbucks.