Sjónvarpið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sjónvarpið er eina ríkisrekna sjónvarpsstöðin á Íslandi. Hún hóf útsendingar þann 30. september 1966. Sjónvarpið er deild innan Ríkisútvarpsins, RÚV, sem einnig rekur þrjár útvarpsstöðvar.
Þegar sjónvarpið hóf göngu sína var aðeins sent út tvisvar sinnum í viku, á föstudögum og miðvikudögum en smátt og smátt jukust útsendingar. Fljótlega var sent út alla daga nema fimmtudaga. Einnig fór sjónvarpið í sumarfrí í júlí allt þar til 1983 og voru þá engar útsendingar í gangi. Það var svo ekki fyrr en 1. október 1987 sem sjónvarpið hóf göngu sína 7 daga vikunnar. Nú á dögum er sjónvarpað allan sólarhringinn. Fréttaþjónusta landsmanna batnaði til muna þegar erlendar fréttir fóru að berast gegnum gervihnött, en það gerðist í fyrsta skipti í september árið 1981 gegnum jarðstöðina Skyggni í Mosfellsbæ.
Fyrir stofnun RÚV hafði aðeins kanasjónvarpið verið í gangi og mjög fáir höfðu aðgang að sjónvarpi. Útvarpið var þá aðalfjölmiðillinn fyrir utan dagblöðin.
[breyta] Tenglar
Þessi grein um sjónvarp og sjónvarpsþætti er stubbur.