Sjúkraflutningar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sjúkraflutningar eru stundaðir af sjúkraflutningamönnum. Í sjúkraflutningum felst að koma að sjúklingum utan heilbrigðisstofnanna, meta ástand þeirra, veita bráðasjúkraþjónustu ef með þarf og flytja þá á sjúkrahús eða að frekari læknishjálp.
Sjúkraflutningar eru til í ýmsum myndum úti um allan heim. Mjög algengt rekstarform er að slökkvilið á hverjum stað sjái um sjúkraflutninga, en það er jafnframt algengasta rekstarformið hérlendis. Einnig þekkist það erlendis, að sérstakar sjúkraflutningaþjónustur séu reknar, en þær geta verið af ýmsum toga, sjúkrabílar, þyrlur o.s.frv.
Á Íslandi eru sjúkraflutningar á ábyrgð Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, sem síðan gerir samning við rekstraraðila á hverjum stað um starfsemina. Í Vestmannaeyjum og Vopnafirði er reksturinn á höndum lögreglu, heilbrigðisstofnanna á hverjum stað eða slökkviliðs.
Sjúkraflug er víðast hvar starfrækt með svipuðum hætti, en mannað af rekstraraðilum sjúkraflutninga á hverjum stað. Landhelgisgæslan annast bráðasjúkraflutninga í þyrlum sínum þar sem þarf, en vegna peningaörðugleika Landhelgisgæslu er reynt að stilla slíkum flutningum í hóf.