Skífumál
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skífumál er mælitæki sem er gert úr tveimur einingum, lengdarkvarðanum sjálfum og rennikvarða. Rennikvarðinn ákverðar síðan á lengdarkvarðanum hversu breiður hluturinn er, eða hvert innanmál hans er, og er það gert með því að lesa af honum á tveimur stöðum.
Skífumál er aðallega notað til að mæla sívala hluti, bolta, rör og bora og annað slíkt. Hægt er að beita honum þannig að hægt sé að mæla innanmál hlutar og dýpt. Einnig eru til skífumál með ör-kvarða, en hann mælir minni einingar en millimetra svo sem 10. parta eða 100. ustu parta og er því mjög nákvæmur.