Smalamál
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Smalamál eða assembly language er elsta forritunarmálið á eftir vélamáli. Smalamál gerði forriturum kleift að skrifa forrit á skiljanlegri og læsilegri hátt en áður var hægt með vélamáli. Vélamál er mjög frumstætt þar sem það er skrifað í bitarunum og getur það því verið mjög tímafrekt.
Það er þó einnig mun erfiðara að skrifa forrit með smalamáli en með þeim æðri forritunarmálum sem við höfum í dag. Skipanir smalamáls þarf að túlka yfir í vélamál til þess að örgjörvinn geti keyrt þær og er það gert með smalatúlki. Forritarinn þarf að vera mjög nákvæmur, fylgjast grannt með öllum smáatriðum og hafa góða þekkingu á örgjörvanum. Vel unnin smalamálsforrit geta keyrt mun hraðar og notað mun minna af minni og öðrum vélbúnaðarúrræðum en samskonar forrit sem skrifuð eru í æðri forritunarmálum.