Steingrímur trölli
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Steingrímur trölli er sá landnámsmaður sem á að hafa numið Steingrímsfjörð á Ströndum samkvæmt sögn í Landnámu. Hann á að hafa byggt sér bæ í Tröllatungu og haft skip uppi við Hrófá. Til er þjóðsaga um að hann sé heygður með fjársjóði sínum í Steingrímshaugi í Staðarfjalli ofan við Staðarkirkju.
Í Landnámu er líka saga um annan Grím sem Grímsey í Steingrímsfirði á að vera kennd við, en þar hafði hann vetursetu.
Hugsanlegt er að sögur um Steingrím trölla hafi orðið til þess að til varð jólasveinninn Steingrímur sem kemur aðeins fyrir í tveimur nafnaþulum með nöfnum jólasveina sem Jón Árnason fékk frá Guðmundi Gísla Sigurðssyni (f. 1835) frá Stað í Steingrímsfirði.