Stephen Neale
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stephen Neale er prófessor í heimspeki við Rutgers University í New Jersey-fylki í Bandaríkjunum. Hann er sérfræðingur á sviði málspeki, málvísinda og heimspekilegrar rökfræði. Neale er einn helsti sérfræðingur um (og rammur málsvari) lýsingarhyggju Bertrands Russell.
Áður en hann tók við stöðu prófessors við heimspekideild Rutgers árið 1999 var Neale prófessor í heimspeki við University of California, Berkeley, frá 1990 til 1999. Á tímabilinu 1996-1997 var hann samhliða því prófessor í heimspeki við Birkbeck College Lundúnarháskóla. Þar áður var Neale lektor (assistant professor) í heimspeki við Princeton-háskóla, á árunum 1988-1990.
Neale útskrifaðist með doktorsgráðu í heimspeki frá Stanford-háskóla árið 1988 undir leiðsögn John Perry, prófessors í heimspeki þar. Þá hefur Neale hlotið eftirfarandi styrki til rannsókna: Guggenheim Fellowship árið 2002, National Endowment for the Humanities Fellowship árið 1998 og Rockefeller Foundation Scholar-in-Residence Fellowship árið 1995.
Efnisyfirlit |
[breyta] Helstu verk
[breyta] Bækur
- Descriptions (Cambridge, Mass.: MIT Press, 1993). (Kom fyrst út 1990). ISBN 0262640317
- Facing Facts (Oxford: Oxford University Press, 2002). (Kom fyrst út 2001). ISBN 0199247153
- Mind (ritstj.) (Oxford: Oxford University Press, 2005). (Sérhefti í tilefni aldarafmælis greinarinnar „On Denoting“ eftir Bertrand Russell.)
[breyta] Greinar
- „A Century Later“, í Mind 114 (2005): 809-871.
- „This, That, and the Other“, í Descriptions and Beyond. (Oxford: Oxford University Press, 2004): 68–182.
- „On Location“, í Situating Semantics: Essays in Honour of John Perry (Cambridge, Mass.: MIT Press, 2007): 251–393.
- „Pragmatism and Binding“, í Semantics versus Pragmatics (Oxford: Oxford University Press, 2005): 165–286.
- „No Plagiarism Here“, í Times Literary Supplement 9. febrúar, 2001: 12–13.
- „Logical Form and LF“, í Noam Chomsky: Critical Assessments (London: Routledge and Kegan Paul, 1993): 788–838.
- „Term Limits“, í Philosophical Perspectives 7 (1993): 89-124.
- „Paul Grice and the Philosophy of Language“, í Linguistics and Philosophy 15 (5) (1992): 509–59.
- „Meaning, Grammar, and Indeterminacy“, í Dialectica 41 (4) (1987): 301–19.
[breyta] Tenglar
- Vefsíða Stephens
- Umfjöllun um bók Stephens Facing Facts hjá Notre Dame Philosophical Reviews