Suðurheimskautið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Suðurpóllinn er sá punktur, syðst á Jörðinni, þar sem að allir lengdarbaugar koma saman. Ásamt Norðurpólnum er hann sá punktur á jarðkringlunni sem er fjarlægastur miðbaug.
[breyta] Segulsuður
Skammt frá hinum landfræðilega suðurpól er segulsuður sem er sá punktur á jörðinni þar sem allar línur jarðsegulsviðsins beinast 'upp á við' í átt að segulnorðri. Staðsetning segulsuðurs er alltaf að færast og þarf sífellt að endurreikna nákvæma staðsetningu.
[breyta] Óaðgengipóllinn - landfræðileg miðja
Sá staður á suðurheimskautslandinu þar sem jafn langt er í allar áttir til strandar suðurhafsins kallast óaðgengipóllinn. Mun erfiðara er að komast að honum en hinum landfræðilega pól sem er í tæplega 900km fjarlægð. Fyrsti hópur gangandi manna komst á pólinn þann 20. janúar 2007 eftir sjö vikna för en menn komust fyrst að honum 1958, þá á vélsleðum.