Teresía Guðmundsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Teresía (Anda) Guðmundsson (fædd 15. mars 1901 í Noregi, dáin 1983) var norskur veðurfræðingur. Hún nam veðurfræði og skyldar greinar (með hléum) við Oslóarháskóla 1921-1937. Cand. mag 1934 í stærðfræði, efnafræði og stjörnufræði. Hún lauk embættisprófi í veðurfræði (cand. real) 1937 og gegndi starfi veðurstofustjóra frá 1946 til 1963.