Vésteinn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fallbeyging | |
Nefnifall | Vésteinn |
Þolfall | Véstein |
Þágufall | Vésteini |
Eignarfall | Vésteins |
Notkun | |
Fyrsta eiginnafn | 43¹ |
Seinni eiginnöfn | 4¹ |
|
|
|
Vésteinn er íslenskt karlmannsnafn. Það er samsett úr forskeytinu "vé", sem þýðir heilagleiki eða helgi, og "steinn". Nafnið hefur þekkst frá landnámsöld og kemur fyrir í Íslendingasögum. Til dæmis hét fóstbróðir Gísla Súrssonar Vésteinn Vésteinsson, sonur Vésteins Austmanns. Það getur bent til norsks uppruna nafnsins. Nafnið var lítið eða ekkert notað frá fornu og fram á tuttugustu öld, þegar það var aftur tekið í notkun. Elsti núlifandi Vésteinninn er á tíræðisaldri en sá yngsti nokkurra mánaða.
[breyta] Dreifing
Eftirfarandi eru súlurit sem sýna dreifingu nafnsins sem fyrsta eiginnafns í þjóðskrá Íslands í nóvember 2005.
[breyta] Heimildir
- Mannanafnaskrá. Skoðað 10. nóvember, 2005.
- merking íslenskra nafna. Skoðað 11. nóvember, 2005.
- Þjóðskrá Íslands, nóvember 2005.