Vísindaleg flokkun
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vísindaleg flokkun er flokkun sem líffræðingar beita til að flokka lifandi og útdauðar lífverur. Nútíma flokkun á rætur sínar að rekja til verka Carolusar Linnaeusar sem flokkaði lífverur samkvæmt sameiginlegum líkamlegum einkennum. Þessi flokkun hefur verið endurbætt síðan Charles Darwin kom fram með þróunarkenningu sína.