Valtýr Guðmundsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Valtýr Guðmundsson (1860 - 1928) var alþingismaður og fornfræðingur.
Hann varði doktorsritgerð um norræna menningarsögu við Kaupmannahafnarháskóla árið 1889, varð dósent þar ári síðar í sögu Íslands og bókmenntum og síðan prófessor frá 1920 til æviloka. Hann tók sæti á Alþingi Íslendinga 1894 og hóf útgáfu Eimreiðarinnar árið eftir, 1895, og ritstýrði tímaritinu til 1918 og ritaði margar greinar í það um stjórnmál og menntir og birti þar einnig frumort kvæði. Hann sat á þingi 1894 - 1901, 1903 - 1908 og 1911 - 1913.