Vatnsdalur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vatnsdalur er 25 km langur dalur milli Víðidalsfjalls og Vatnsdalsfjalls í Austur-Húnavatnssýslu. Í dalnum nam Ingimundur gamli land skv. Landnámu, og bjó hann að Hofi.
[breyta] Náttúrufar
Vatnsdalur er þröngur og djúpur dalur milli Vatnsdalsfjalls, sem er 1.000 m hátt, í austri og Víðidalsfjalls. Næsti dalur til vesturs er Víðidalur, en Svínadalur er næsti dalur til austurs. Fremst í dalnum er stöðuvatnið Flóðið, sem varð til þegar skriða stílfaði Vatnsdalsá, sem rennur um dalinn. Við mynni dalsins eru líka Vatnsdalshólar, sem sagðir eru óteljandi. Þeir mynduðust við jarðskrið fyrir um 10.000 árum síðan. Inn af dalnum hefst Grímstunguheiði.
Í Vatnsdal er stundaður landbúnaður og ferðaþjónusta. Kirkja er að Undirfelli og einnig rétt sveitarinnar.