Viðey
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Viðey er stór eyja í Kollafirði rétt utan við Reykjavík. Hún er 1,7 km² að flatarmáli og rís hæst 32 metra yfir sjávarmáli. Vesturhluti hennar er stór höfði sem tengist megineynni um mjótt eiði.
Talið er að búið hafi verið í eyjunni frá því fljótlega eftir landnám. 1225 var þar stofnað klaustur af Ágústínusarreglu sem stóð til 1550. Síðar var rekið í eynni bú frá Bessastöðum og síðar holdsveikraspítali. Um miðja 18. öld reisti Skúli Magnússon það hús sem nú stendur í eynni og bjó þar frá 1754. 1817 keypti Magnús Stephensen eyjuna og rak þar búskap og stofnaði þar prentsmiðju.
1907-1914 var Milljónafélagið umsvifamikið í útgerð og skipaflutninga í eynni sem ætlunin var að gera að umskipunarhöfn. Kárafélagið keypti eigur Milljónafélagsins þegar það síðarnefnda varð gjaldþrota um 1920 og rak þar síðan togaraútgerð og fiskvinnslu. Þá myndaðist í eynni um 100 manna þorp. 1931 hætti félagið starfsemi og þorpið fór í eyði 1943.
1986 eignaðist Reykjavíkurborg eyjuna.