Wikipediaspjall:Vissir þú...
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Munum við hafa svona "Vissir þú..." eins og á ensku Wikipedia eða er þetta bara tilraun? --Baldur Blöndal 15:14, 2 janúar 2007 (UTC)
- Þetta er bara eitthvað til að spjalla um. Breytingar á forsíðunni ættu að vera ræddar á Spjall:Forsíða áður en þær eru gerðar og helst tillögur settar fram á notendasíðum. --Akigka 15:28, 2 janúar 2007 (UTC)
- Mér finnst þetta persónulega vera skemmtileg hugmynd, ég kíki daglega á enska wikipedia til að lesa nýlegar fréttir og Did you know.. dálkinn. Væri kannski hugsanlegt að innleiða frétta-dálkinn líka, kannski þegar notendum hefur fjölgað hér á íslenska wiki og fleiri til að uppfæra hann. --Baldur Blöndal
- Þetta er sneddí, já. Ætti að vera á forsíðu. --Heiða María 23:25, 5 janúar 2007 (UTC)
- Mig langar að benda á þetta var eitt sinn á forsíðunni. Við fjarlægðum þetta og drógum úr viðfangi forsíðunar vegna þess að engin hélt henni við. Í dag er þetta flest allt sjálfvirkt eða hálfsjálfvirkt svo að viðhaldið er lítið (þarf aðeins að athuga hana mánaðarlega í raun). Ég hef ekkert á móti því að þetta sé notað ef þið nennið að standa í þessu :) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 23:35, 5 janúar 2007 (UTC)
- Ég man eftir því. Það var lengi óuppfært, ásamt öðrum hlutum á forsíðunni. Okkur hefur samt tekist nokkuð snuðrulaust að halda við Grein mánaðarins og Atburðum dagsins (og Samvinnu mánaðarins) í heilt ár. Engin ástæða til annars en prufa hversu langt okkur tekst að ganga. --Akigka 23:40, 5 janúar 2007 (UTC)
[breyta] Myndin
Myndin sem er þarna ‚overlappar‘ stundum textann. Er hægt að laga þetta? --Baldur Blöndal 16:53, 19 janúar 2007 (UTC)
- Akkurat, það vantar að laga þetta. T.d. núna sést bara: New Super Mario Bros. er fyrsti Mario-leikurinn þar sem sjónarhornið er frá hlið, frá því Super ... kom út 1992? þar sem punktarnir eru á að koma: Mario Land 2. Þetta sést bara á forsíðunni en ekki á þessari síðu. --Nori 20:47, 15 febrúar 2007 (UTC)