Washington (borg)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Washington (einnig kölluð Washington, D.C.) er höfuðborg og stjórnsetur Bandaríkjanna. Borgin er nefnd eftir George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna. Skammstöfunin „D.C.“ stendur fyrir „District of Columbia“, alríkishéraðið sem borgin er í. Svæðið sem tilheyrir þessu alríkishéraði í dag var upphaflega klofið úr fylkjunum Maryland og Virginíu.
Um 563.000 manns búa innan þessa alríkishéraðs, en borgin teygir sig út fyrir héraðið inn í Maryland, Virginíu og Vestur-Virginíu. Heildaríbúafjöldi höfuðborgarsvæðisins er 4,7 milljónir.