ON AMAZON:



https://www.amazon.com/Voice-Desert-Valerio-Stefano-ebook/dp/B0CJLZ2QY5/



https://www.amazon.it/dp/B0CT9YL557

We support WINRAR [What is this] - [Download .exe file(s) for Windows]

CLASSICISTRANIERI HOME PAGE - YOUTUBE CHANNEL
SITEMAP
Audiobooks by Valerio Di Stefano: Single Download - Complete Download [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Alphabetical Download  [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Download Instructions

Make a donation: IBAN: IT36M0708677020000000008016 - BIC/SWIFT:  ICRAITRRU60 - VALERIO DI STEFANO or
Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions
Bertrand Russell - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Bertrand Russell

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vestræn heimspeki
Heimspeki 20. aldar
Bertrand Russell 1907
Nafn: Bertrand Arthur William Russell
Fædd/ur: 18. maí 1872
Dáin/n: 2. febrúar 1970 (97 ára)
Skóli/hefð: Raunhyggja, Rökgreiningarheimspeki
Helstu ritverk: Principia Mathematica, The Principles of Mathematics, The Problems of Philosophy, The Analysis of Mind, The Analysis of Matter, An Outline of Philosophy, An Inquiry into Meaning and Truth, A History of Western Philosophy, Human Knowledge: Its Scope and Limits
Helstu viðfangsefni: rökfræði, stærðfræði, heimspeki stærðfræðinnar, vísindaheimspeki, þekkingarfræði, málspeki, hugspeki, frumspeki, siðfræði
Markverðar hugmyndir: rökfræðileg eindahyggja, ákveðin lýsing, þverstæða Russells, gerðahyggja
Áhrifavaldar: Evklíð, Spinoza, Leibniz, David Hume, John Stuart Mill, A.N. Whitehead, G.E. Moore, Gottlob Frege, Ludwig Wittgenstein
Hafði áhrif á: Ludwig Wittgenstein, A.J. Ayer, J.L. Austin, Kurt Gödel, Rudolf Carnap, Karl Popper, W.V.O. Quine, Richard Dawkins

Bertrand Arthur William Russell (18. maí 18722. febrúar 1970) var breskur heimspekingur, rökfræðingur, stærðfræðingur og rithöfundur, sem skrifaði um mjög fjölbreytileg efni. Í heimspeki og stærðfræði er hann þekktastur fyrir að skrifa ásamt A.N. Whitehead bókina Principia Mathematica, sem kom út í þremur bindum á árunum 1910 til 1913. Með verkinu hugðust þeir sýna fram á að hægt væri að leiða alla hreina stærðfræði út frá vissum rökfræðilegum frumsendum. Þeim tókst ekki ætlunarverkið, en samt hefur verk þeirra reynst ákaflega áhrifaríkt. Russell er einnig mjög þekktur fyrir að uppgötva mótsögnina, sem við hann er kennd: þverstæða Russells (the Russell paradox).

Bertrand Russell voru veitt bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1950.

Efnisyfirlit

[breyta] Heimspeki

[breyta] Rökgreining

Russell er yfirleitt talinn einn af upphafsmönnum rökgreiningarheimspekinnar, og stundum jafnvel talinn upphadsmaður mismunandi strauma og stefna innan hennar. Í upphafi 20. aldar átti Russell ásamt G.E. Moore mikinn þátt í að hrinda af stað bresku „uppreisninni gegn hughyggju“, sem var undir miklum áhrifum frá þýska heimspekingnum G.W.F. Hegel og breskum fylgjanda hans, F.H. Bradley. Þessi uppreisn átti sér hliðstæðu 30 árum síðar í Vínarborg í uppreisn rökfræðilegra raunhyggjumanna gegn frumspekinni. Russell ofbauð einkum kredda hughyggjunnar un innri vensl, en samkvæmt henni verðum við að þekkja öll innri vensl fyrirbæris til að geta þekkt fyrirbærið. Russell sýndi að þetta myndi gera tíma og rúm, vísindi og tölur óskiljanleg hugtök. Russells hélt áfram á þessari braut í rökfræði sinni ásamt Whitehead.

Russell og Moore leituðust við að uppræta það sem þeir töldu að væru merkingarlausar og mótsagnakenndar fullyrðingar í heimspeki og þeir miðuðu að skýrleika og nákvæmni í framsetningu raka sinna og notkun nákvæms tungumáls. Þeir tóku heimspekilegar staðhæfingar í sundur og greindu þær í einföldustu parta sína. Russell leit einkum á rökfræðina og vísindin sem ómissandi tól heimspekingsins. Ólíkt fyrirrennurum sínum og flestum samtímamönnum taldi hann raunar ekki að til væri nein sérstök aðferð fyrir ástundun heimspeki. Hann taldi að meginverkefni heimspekingsins væri að varpa ljósi almennustu staðhæfingarnar um heiminn og að uppræta rugling og annan misskilning. Russell vildi binda endi á það sem hann áleit vera öfgar frumspekinnar. Russell tileinkaði sér rakhníf Ockhams, þ.e. þá reglu sem kennd er við William af Ockham að gera ráð fyrir sem fæstum fyrirbærum, og skipaði veglegan sess í aðferðafræði sinni.

[breyta] Málspeki

Russell var ekki fyrsti heimspekingurinn sem beni á að tungumálið væri mikilvægt til skilnings á heiminum. En Russell lagði meiri áherslu á tungumálið og hvernig við notum tungumálið í heimspeki sinni en nokkur heimspekingur hafði áður gert. Án Russells er ósennilegt að heimspekingar á borð við Ludwig Wittgenstein, Gilbert Ryle, J.L. Austin og P.F. Strawson hefðu farið sömu leið enda voru þeir allir að verulegu leyti að beturumbæta eða bregðast við því sem Russell hafði sagt áður. Og þeir beittu mörgum aðferðum sem hann hafði upphaflega þróað. Russell og Moore voru á einu máli um að skýr framsetning væri kostur en sú hugmynd hefur verið almennt viðtekin meðal ma´lspekinga og annarra heimspekinga innan rökgreiningarhefðarinnar allar götur síðan.

Mikilvægasta framlag Russells til málspekinnar er lýsingahyggjan sem hann setti fram í frægri grein sinni „Um tilvísun“ (e. „On Denoting“) sem birtist fyrst í Mind árið 1905. Greininni lýsti stærðfræðingurinn og heimspekingurinn Frank P. Ramsey sem „fyrirmyndardæmi um heimspeki“. Kenningunni er yfirleitt lýst með dæmi um „núverandi konung Frakklands“: „Núverandi konungur Frakklands er sköllóttur“. Um hvað er þessi staðhæfing að því gefnu að það er enginn núverandi konungur Frakklands (sem er um þessar mundir lýðveldi)? Alexius Meinong hafði áður lagt til að við yrðum að gera ráð fyrir að í einhverjum skilningi væru til hlutir sem eru ekki til og að við værum að vísa til þeirra í staðhæfingum af þessu tagi. En það er vægast sagt undarleg kenning. Frege beitti greinarmuni sínum á skilningi og merkingu og lagði til að staðhæfingar sem þessar væru hvorki sannar né ósannar enda þótt þær væru merkingarbærar. En staðhæfingar á borð við „Ef núverandi konungur Frakklands er sköllóttur, þá hefur núverandi konungur Frakklands ekki hár á höfðinu“ virðast ekki eingöngu vera merkingarbærar heldur augljóslega sannar, jafnvel þótt það sé enginn núverandi konungur Frakklands.

Vandinn snýst um „ákveðnar lýsingar“ almennt. Hvert er „rökform“ ákveðinnar lýsingar? Ákveðnar lýsingar virðast vera eins og eiginnöfn sem vísa til nákvæmlega eins hlutar. En hvað skal segja um staðhæfinguna í heild sinni ef einn hluti hennar gerir ekki það sem hann á að gera?

Lausn Russells var í fyrsta lagi að greina staðhæfinguna í heild sinni. Hann hélt því fram að það mætti umorða setninguna „Núverandi konungur Frakklands er sköllóttur“ þannig: „Til er x þannig að x er núverandi konungur Frakklands, ekkert annað en x er núverandi konungur Frakklands og x er sköllóttur“. Russell hélt því fram að sérhver ákveðin lýsing fæli í sér fullyrðingu um tilvist og fullyrðingu þess efnis að viðfangsefnið sé eitt og aðeins eitt; en þessar fullyrðingar sem fælust í ákveðinni lýsingu mætti greina að frá umsögninni sem er inntak staðhæfingarinnar. Staðhæfingin í heild sinni segir því þrennt um viðfangið: ákveðna lýsingin segir tvennt (að það sé til og að það sé það eina sem lýsingin á við um) en restin af setningunni segir þriðja atriðið um viðfangið. Ef viðfangið er ekki til eða er ekki það eina sem lýsingin getur átt við um, þá er setningin í heild sinni ósönn en ekki merkingarlaus.

Ein helstu andmælin gegn kenningu Russells eru upphaflega komin frá Strawson og eru á þá leið að ákveðnar lýsingar feli ekki í sér fullyrðingu um að viðfang þeirra sé ekki til, þær geri einungis ráð fyrir því.

Wittgenstein, nemandi Russells, varð býsna áhrifamikill í málspeki, ekki síst eftir útkomu bókar hans Rannsóknir í heimspeki, skömmu eftir að hann lést. Að mati Russells var málspeki Wittgensteins á síðari árum á rangri braut og hann harmaði áhrif hennar og fylgjenda Wittgensteins (ekki síst Oxford-heimspekinganna sem aðhylltust heimspeki hversdagsmáls en Russell vændi þá um dulhyggju). Russell bar þó enn mikla virðingu fyrir Wittgenstein, ekki síst eldra riti hans, Rökfræðilegri ritgerð um heimspeki. Russell hélt að Wittgenstein væri „ef til vill fullkomnasta dæmi um snilling í venjulegum skilningi“ sem hann vissi um, hann væri „ástríðufullur, djúpur, brjálaður og tilkomumikill“. Það var skoðun Russells að heimspeki ætti ekki að einskorðast við rannsóknir á hversdagsmáli. Sú skoðun naut minni vinsælda um miðbik 20. aldar en er orðin að má heita viðtekin skoðun á ný.

[breyta] Þekkingarfræði

Þekkingarfræði Russells tók nokkrum breytingum í gegnum tíðina. Þegar hann hafði losað sig undan nýhegelismanum sem hann daðraði við á yngri árum hélt hann fast við hluthyggjuna það sem eftir var ævinnar og taldi að skynreynsla okkar væri mikilvægasti þátturinn í tilurð þekkingar. Sumar skoðanir hans eiga síður upp á pallborðið hjá heimsekingum nú um mundir en áhrif Russells eru þó enn mikil. Enn er gengið út frá greinarmuni Russells á „þekkingu af eigin kynnum“ og „þekkingu af lýsingu“. Um tíma taldi Russell að við gætum einungis þekkt beint skynreyndir okkar — hráar skynjanir og upplifanir af litum, hljóði og þar fram eftir götunum — og að allt annað, þar með taldir efnislegir hlutir sem yllu þessum skynreyndum, væri einungis hægt að álykta út frá skynreyndunum — þ.e. þekkt af lýsingu — en ekki beint af eigin kynnum okkar af þeim. Greinarmunurinn er notaður í víðara samhengi af öðrum heimspekingum en Russell hafnaði um síðir skynreyndakenningunni.

Á seinni árum hélt Russell fram einhvers konar einhyggju í anda Baruch Spinoza og taldi að greinarmunurinn á hinu efnislega og hinu andlega skipti á endanum litlu eða engu máli, væri tilviljanakenndur og að hvort tveggja væri á endanum smættanlegt í einn hlutlausan veruleika. Þetta viðhorf er keimlíkt því sem bandaríski heimspekingurinn William James hafði haldið fram og átti á endanum rætur að rekja til Spinoza, sem Russell hafði miklar mætur á. Í staðinn fyrir „hreina reynslu“ James lýsti Russell hins vegar efnivið frumskynjunar okkar sem „atburðum“, en sú afstaða er um margt lík kenningu fyrrum kennara hans og starfsfélaga, Alfreds North Whitehead um veruleikann sem verðandina.

[breyta] Vísindaheimspeki

Russell kvaðst oft vera vissari um ágæti aðferðar sinnar við að stunda heimspeki, það er að segja rökgreiningaraðferðina, en um sjálfar niðurstöðurnar. Vísindin voru eitt helsta hjálpartæki hans, auk stærðfræði og rökfræði. Russell trúði staðfastlega á vísindalega aðferð, að þekking yrði til með raunprófanlegum rannsóknum sem væru ítrekað prófaðar. Engu að síður taldi hann að vísindin kæmust ekki nema að sennilegum niðurstöðum og að framfarir væru hægar. Hann trúði raunar því sama um heimspeki. Annar helsti upphafsmaður nútímavísindaheimspeki, Ernst Mach, lagði mun minni áherslu á aðferðina sem slíka því hann taldi að sérhver aðferð sem leiddi til fyrirsjáanlegrar niðurstöðu væri fullnægjandi. Hann taldi einnig að meginverkefni vísindamannsins væri að spá réttilega fyrir um atburði, forspárgildi kenninga væri allt sem máli skipti. Russell taldi á hinn bóginn að endanlegt markmið bæði vísinda og heimspeki væri skilningur á raunveruleikanum en ekki einungis réttar forspár.

Sú staðreynd að Russell gerði vísindunum svo hátt undir höfði í heimspekilegri aðferð sinni var snar þáttur í því að gera vísindaheimspeki að sjálfstæðri undirgrein heimspekinnar sem aðrir heimspekingar sérhæfðu sig í síðar meir. Margar af hugleiðingum Russells um vísindin er að finna í riti hans Our Knowledge of the External World as a Field for Scientific Method in Philosophy sem kom út árið 1914. Ritið hafði meðal annars áhrif á fylgjendur rökfræðilegrar raunhyggju, ekki síst Rudolf Carnap, sem hélt því fram að það sem öðru fremur einkenndi vísindalegar kenningar og staðhæfingar væri sannreynanleiki þeirra. Russell hafði einnig mikil áhrif á Karl Popper sem taldi að höfuðeinkenni vísindalegra kenninga og staðhæfinga væri að þær væru mögulega hrekjanlegar.

Russell hafði mikinn áhuga á vísindum sem slíkum, einkum eðlisfræði, og hann samdi nokkur rit um vísindi handa almenningi, þar á meðal ritin The ABC of Atoms sem kom út árið 1923 og The ABC of Relativity sem kom út árið 1925.

[breyta] Siðfræði

Russell skrifaði heilmikið um siðfræðileg efni en taldi þó ekki að siðfræðin ætti heima innan heimspekinnar eða að hann væri að skrifa um siðfræði sem heimspekingur. Á yngri árum sínum varð Russell fyrir miklum áhrifum frá riti G.E. Moore Principia Ethica. Eins og Moore taldi hann þá að siðferðilegar staðreyndir væru hlutlægar en yrðu einungis þekktar í gegnum innsæi, þær væru einfaldir eiginleikar hluta en jafngiltu ekki (t.d. ánægja er góð) þeim náttúrulegu fyrirbærum sem þeir eru oft eignaðir (sjá náttúruhyggjuskekkjuna). Þeir töldu að þessa einföldu og óskilgreinanlegu siðferðilegu eiginleika væri ekki hægt að greina á grundvelli annarra eiginleika sem siðferðilegu eiginleikarnir eru oft kenndir við. Þegar fram liðu stundir varð hann á hinn bóginn meira sammála heimspekilegu hetjunni sinni, David Hume, sem taldi að siðferðishugtök vísuðu til huglægra gilda sem ekki er hægt að sannreyna á sama hátt og staðreyndir. Ásamt öðrum kenningum Russells höfðu þessar kenningar áhrif á rökfræðilega raunhyggjumenn, sem settu fram og þróuðu samhygðarhyggju, sem kvað á um að siðfræðilegar staðhæfingar (auk staðhæfinga frumspekinnar) væru í eðli sínu merkingarlausar og óskiljanlegar, og jafngiltu tjáningu á viðhorfum manns og löngunum. þrátt fyrir áhrifin sem hann hafði á rökfræðilegu raunhyggjumennina tók Russell sjálfur ekki svo djúpt í árinni, því hann taldi siðfræðilegar spurningar merkingarbærar og raunar bráðnauðsynlegar í sérhverri samfélagsumræðu. Þótt Russell væri oft lýst sem dýrlingi skynseminnar var hann þó sammála Hume um að skynsemin ætti að vægja fyrir siðferðinu.

[breyta] Helstu ritverk

  • 1896, German Social Democracy London: Longmans, Green.
  • 1897, An Essay on the Foundations of Geometry, Cambridge: Cambridge University Press.
  • 1900, A Critical Exposition of the Philosophy of Leibniz, Cambridge: Cambridge University Press.
  • 1903, The Principles of Mathematics, Cambridge: Cambridge University Press.
  • 1910, Philosophical Essays, London: Longmans, Green.
  • 1910–1913, Principia Mathematica (ásamt Alfred North Whitehead), 3 bindi, Cambridge: Cambridge University Press.
  • 1912, The Problems of Philosophy, London: Williams and Norgate.
  • 1914, Our Knowledge of the External World as a Field for Scientific Method in Philosophy, Chicago og London: Open Court Publishing.
  • 1916, Principles of Social Reconstruction, London: George Allen & Unwin.
  • 1916, Justice in War-time, Chicago: Open Court.
  • 1917, Political Ideals, New York: The Century Co.
  • 1918, Mysticism and Logic and Other Essays, London: Longmans, Green.
  • 1918, Roads to Freedom: Socialism, Anarchism, and Syndicalism, London: George Allen & Unwin.
  • 1919, Introduction to Mathematical Philosophy, London: George Allen & Unwin.
  • 1920, The Practice and Theory of Bolshevism, London: George Allen & Unwin.
  • 1921, The Analysis of Mind, London: George Allen & Unwin.
  • 1922, The Problem of China, London: George Allen & Unwin.
  • 1923, The Prospects of Industrial Civilization (ásamt Doru Russell), London: George Allen & Unwin.
  • 1923, The ABC of Atoms, London: Kegan Paul, Trench, Trubner.
  • 1924, Icarus, or the Future of Science, London: Kegan Paul, Trench, Trubner.
  • 1925, The ABC of Relativity, London: Kegan Paul, Trench, Trubner.
  • 1925, What I Believe, London: Kegan Paul, Trench, Trubner.
  • 1926, On Education, Especially in Early Childhood, London: George Allen & Unwin.
  • 1927, The Analysis of Matter, London: Kegan Paul, Trench, Trubner.
  • 1927, An Outline of Philosophy, London: George Allen & Unwin.
  • 1927, Why I Am Not a Christian, London: Watts.
  • 1927, Selected Papers of Bertrand Russell, New York: Modern Library.
  • 1928, Sceptical Essays, London: George Allen & Unwin.
  • 1929, Marriage and Morals, London: George Allen & Unwin.
  • 1930, The Conquest of Happiness, London: George Allen & Unwin.
  • 1931, The Scientific Outlook, London: George Allen & Unwin.
  • 1932, Education and the Social Order, London: George Allen & Unwin.
  • 1934, Freedom and Organization, 1814–1914, London: George Allen & Unwin.
  • 1935, In Praise of Idleness, London: George Allen & Unwin.
  • 1935, Religion and Science, London: Thornton Butterworth.
  • 1936, Which Way to Peace?, London: Jonathan Cape.
  • 1937, The Amberley Papers: The Letters and Diaries of Lord and Lady Amberley (ásamt Patriciu Russell), 2 bindi, London: Leonard & Virginia Woolf at the Hogarth Press.
  • 1938, Power: A New Social Analysis, London: George Allen & Unwin.
  • 1940, An Inquiry into Meaning and Truth, New York: W. W. Norton & Company.
  • 1945, A History of Western Philosophy and Its Connection with Political and Social Circumstances from the Earliest Times to the Present Day, New York: Simon and Schuster.
  • 1948, Human Knowledge: Its Scope and Limits, London: George Allen & Unwin.
  • 1949, Authority and the Individual, London: George Allen & Unwin.
  • 1950, Unpopular Essays, London: George Allen & Unwin.
  • 1951, New Hopes for a Changing World, London: George Allen & Unwin.
  • 1952, The Impact of Science on Society, London: George Allen & Unwin.
  • 1953, Satan in the Suburbs and Other Stories, London: George Allen & Unwin.
  • 1954, Human Society in Ethics and Politics, London: George Allen & Unwin.
  • 1954, Nightmares of Eminent Persons and Other Stories, London: George Allen & Unwin.
  • 1956, Portraits from Memory and Other Essays, London: George Allen & Unwin.
  • 1956, Logic and Knowledge: Essays 1901–1950 (Robert C. Marsh, ritstj.), London: George Allen & Unwin.
  • 1957, Why I Am Not A Christian and Other Essays on Religion and Related Subjects (Paul Edwards ritstj.), London: George Allen & Unwin.
  • 1958, Understanding History and Other Essays, New York: Philosophical Library.
  • 1959, Common Sense and Nuclear Warfare, London: George Allen & Unwin.
  • 1959, My Philosophical Development, London: George Allen & Unwin.
  • 1959, Wisdom of the West (Paul Foulkes, ritstj.), London: Macdonald.
  • 1960, Bertrand Russell Speaks His Mind, Cleveland og New York: World Publishing Company.
  • 1961, The Basic Writings of Bertrand Russell (R.E. Egner og L.E. Denonn, ritstj.), London: George Allen & Unwin.
  • 1961, Fact and Fiction, London: George Allen & Unwin.
  • 1961, Has Man a Future?, London: George Allen & Unwin.
  • 1963, Essays in Skepticism, New York: Philosophical Library.
  • 1963, Unarmed Victory, London: George Allen & Unwin.
  • 1965, On the Philosophy of Science (Charles A. Fritz Jr., ritstj.), Indianapolis: The Bobbs-Merrill Company.
  • 1967, Russell's Peace Appeals (Tsutomu Makino og Kazuteru Hitaka ritstj.), Japan: Eichosha's New Current Books.
  • 1967, War Crimes in Vietnam, London: George Allen & Unwin.
  • 1967–1969, The Autobiography of Bertrand Russell, 3 bindi, London: George Allen & Unwin.
  • 1969, Dear Bertrand Russell... A Selection of his Correspondence with the General Public 1950–1968 (Barry Feinberg og Ronald Kasrils, ritstj.), London: George Allen and Unwin.

[breyta] Heimild

[breyta] Tengt efni

[breyta] Tenglar

Wikivitnun
Wikivitnun hefur upp á að bjóða safn tilvitnana á síðunni:
Commons
Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt:
Wikiheimild
Wikiheimild hefur upp á að bjóða frumtexta sem tengist:
Static Wikipedia 2008 (no images)

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu -

Static Wikipedia 2007 (no images)

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu -

Static Wikipedia 2006 (no images)

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu -

Sub-domains

CDRoms - Magnatune - Librivox - Liber Liber - Encyclopaedia Britannica - Project Gutenberg - Wikipedia 2008 - Wikipedia 2007 - Wikipedia 2006 -

Other Domains

https://www.classicistranieri.it - https://www.ebooksgratis.com - https://www.gutenbergaustralia.com - https://www.englishwikipedia.com - https://www.wikipediazim.com - https://www.wikisourcezim.com - https://www.projectgutenberg.net - https://www.projectgutenberg.es - https://www.radioascolto.com - https://www.debitoformtivo.it - https://www.wikipediaforschools.org - https://www.projectgutenbergzim.com