ON AMAZON:



https://www.amazon.com/Voice-Desert-Valerio-Stefano-ebook/dp/B0CJLZ2QY5/



https://www.amazon.it/dp/B0CT9YL557

We support WINRAR [What is this] - [Download .exe file(s) for Windows]

CLASSICISTRANIERI HOME PAGE - YOUTUBE CHANNEL
SITEMAP
Audiobooks by Valerio Di Stefano: Single Download - Complete Download [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Alphabetical Download  [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Download Instructions

Make a donation: IBAN: IT36M0708677020000000008016 - BIC/SWIFT:  ICRAITRRU60 - VALERIO DI STEFANO or
Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions
Margrét Thatcher - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Margrét Thatcher

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Margrét Thatcher (eða að fullu Margaret Hilda Thatcher, Baroness Thatcher of Kesteven; f. 13. október 1925) var forsætisráðherra Bretlands á árunum 1979-1990 og leiðtogi Breska Íhaldsflokksins 1975-1990. Hún varð fyrst kvenna til að gegna þessum tveimur stöðum og sat einnig lengst allra samfellt sem forsætisráðherra Bretlands á 20. öld. Hún var í senn einhver dáðasti og hataðasti stjórnmálamaður lands síns.

Sálufélagarnir og vinirnir Thatcher og Ronald Reagan í Camp David 1986
Sálufélagarnir og vinirnir Thatcher og Ronald Reagan í Camp David 1986

Efnisyfirlit

[breyta] Kennslumálaráðherra

Thatcher fæddist í Grantham í Lincoln-skíri í Austur-Englandi og var skírð Margaret Hilda Roberts. Faðir hennar var smákaupmaður. Hún lauk prófi í efnafræði frá Oxford-háskóla, þar sem hún varð fyrst kvenna til að vera forseti samtaka íhaldssamra stúdenta. Hún var yngsti frambjóðandi Breska Íhaldsflokksins í þingkosningunum 1950, en komst ekki á þing. Hún bauð sig aftur fram árangurslaust 1951. Það ár gekk hún að eiga efnaðan kaupsýslumann, Denis Thatcher, og hóf laganám sem hún lauk tveimur árum síðar. Hún settist á þing fyrir Finchley í Lundúnum 1959 og varð kennslumálaráðherra í ríkisstjórn Edwards Heaths 1970. Þeirri stöðu gegndi hún þangað til Heath varð að segja af sér eftir kosningaósigur 1974. Thatcher var óánægð með forystu Heaths, og þegar enginn annar virtist ætla að bjóða sig fram gegn honum í ársbyrjun 1975, gerði hún það og hafði óvæntan sigur. Hún markaði strax miklu afdráttarlausari stefnu en forveri hennar. Hún tók með ánægju upp nafnið „Járnfrúin“, eftir að rússneskt blað hafði haft það um hana.

[breyta] Forsætisráðherra

Eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningunum vorið 1979 myndaði Thatcher ríkisstjórn, sem létti þegar af margvíslegum höftum og tók upp stranga peningamálastefnu í anda Miltons Friedmans. Hún herti líka lagaákvæði um verkalýðsfélög, lenti í miklum útistöðum við samtök námumanna og hafði sigur. Í stjórnartíð hennar dró mjög úr valdi verkalýðshreyfingarinnar bresku, sem hafði verið mjög öflug og jafnvel sagt ríkisstjórnum fyrir verkum. Thatcher hóf stórfellda sölu ríkisfyrirtækja og húsnæðis í eigu opinberra aðila, og hafði það víðtækar afleiðingar í atvinnulífinu. Húseigendum og hluthöfum í atvinnufyrirtækjum snarfjölgaði. Thatcher var samstíga Ronald Reagan Bandaríkjaforseta í Kalda stríðinu. Þau hurfu frá hinni svonefndu slökunarstefnu, detente, og stórefldu þess í stað varnir landa sinna. Þegar herforingjastjórnin í Argentínu lagði vorið 1982 undir sig Falklandseyjar, sem höfðu lengi verið undir stjórn Breta, sendi Thatcher breska flotann suður í höf, og tókst honum að hrekja innrásarliðið á brott.

[breyta] Afsögn

Thatcher sigraði í þingkosningunum 1983 og 1987, sem er einstæður árangur í Bretlandi á 20. öld. En þegar leið fram á þriðja kjörtímabil hennar, varð ljóst, að stuðningur við hana hafði minnkað. Margir þingmenn Íhaldsflokksins óttuðust ósigur í næstu kosningum á eftir, og Thatcher hafði með óbilgirni aflað sér margra fjandmanna innan flokks sem utan. Hún varð að segja af sér sem forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, eftir að hún hafði ekki fengið nægilegt fylgi í leiðtogakjöri í nóvember 1990. Hún tók sæti í lávarðadeildinni 1992, gaf út endurminningar sínar og sagði hiklaust skoðun sína á mönnum og málefnum. Einkum varð henni tíðrætt um þá hættu, sem einstaklingsfrelsinu stafaði af miðstýringu Evrópusambandsins. Hún dró sig þó að mestu í hlé, eftir að hún hafði fengið vægt hjartaáfall, en árið 2003 missti hún mann sinn, Denis. Þau áttu tvö börn, tvíburana Mark og Carol.

[breyta] Áhrif

Thatcher dró aldrei neina dul á að lærimeistarar hennar voru þeir Friedrich A. von Hayek og Milton Friedman. Hún vildi takmarkað ríkisvald, en traust. Hún kvaðst vera stjórnmálamaður sannfæringar fremur en sátta. Hvaða skoðun sem menn hafa á henni, eru allir sammála um, að stjórnartíð hennar var mikið breytingaskeið á Stóra-Bretlandi. Stuðningsmenn hennar geta bent á það, sem bandaríska vikublaðið Newsweek setti í fyrirsögn á forsíðu, þegar Tony Blair sigraði í þingkosningunum 1997, að þetta var í raun sigur Thatchers, því að Blair datt ekki í hug að hreyfa við neinum þeim breytingum, sem Thatcher hafði gert í bresku atvinnulífi.

[breyta] Tilvitnanir

  • “The Iron Lady of the Western World. Me? A Cold War warrior? Well, yes—if that is how they wish to interpret my defence of values, and freedoms fundamental to our way of life.”

(„Járnfrú Vesturlanda. Ég? Kaldastríðskona? Já, einmitt — ef þeir vilja leggja þann skilning í málsvörn mína fyrir þeim verðmætum og réttindum, sem okkur þykja ómissandi.“) Ræða í kjördæmi hennar í Finchley 31. janúar 1976. Nokkrum dögum áður hafði málgagn Rauða hersins rússneska, Rauða stjarnan, kallað Thatcher, sem verið hafði þá formaður Íhaldsflokksins í eitt ár, „járnfrúna“, sem hygðist blása aftur til kalds stríðs.

  • “You turn if you want to — the lady’s not for turning.”

(„Snúið við, ef þið viljið, en frúin heldur sínu striki.“) Ræða á flokksþingi breskra íhaldsmanna 10. október 1980. Thatcher leikur sér hér að heiti leikrits e. Christopher Fry (f. 1907), The Lady’s Not for Burning (1948), en sá orðaleikur er illþýðanlegur á ísl. Í forsætisráðherratíð E. Heaths 1970-1974 hafði skyndilega verið skipt um stefnu í efnahagsmálum, og var þá talað um „U-turn“ eða umsnúning.

  • “No one would remember the Good Samaritan if he’d only had good intentions. He had money as well.”

(„Hefði miskunnsami Samverjinn aðeins haft viljann til góðra verka, þá væri hann löngu fallinn í gleymsku. En hann hafði líka getuna.“) Sjónvarpsviðtal 6. janúar 1986, sjá The Times 12. janúar 1986.

  • “There is no such thing as Society. There are individual men and women, and there are families.”

(„Það er ekki til neitt Samfélag. Það eru til einstakir karlar og einstakar konur, og það eru til fjölskyldur.“) Woman’s Own 31. október 1987.

[breyta] Tenglar


Fyrirrennari:
James Callaghan
Forsætisráðherra Bretlands
(1979 – 1990)
Eftirmaður:
John Major


Static Wikipedia 2008 (no images)

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu -

Static Wikipedia 2007 (no images)

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu -

Static Wikipedia 2006 (no images)

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu -

Sub-domains

CDRoms - Magnatune - Librivox - Liber Liber - Encyclopaedia Britannica - Project Gutenberg - Wikipedia 2008 - Wikipedia 2007 - Wikipedia 2006 -

Other Domains

https://www.classicistranieri.it - https://www.ebooksgratis.com - https://www.gutenbergaustralia.com - https://www.englishwikipedia.com - https://www.wikipediazim.com - https://www.wikisourcezim.com - https://www.projectgutenberg.net - https://www.projectgutenberg.es - https://www.radioascolto.com - https://www.debitoformtivo.it - https://www.wikipediaforschools.org - https://www.projectgutenbergzim.com