Íþrótt
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Íþrótt er líkamleg eða andleg æfing eða keppni sem fer fram samkvæmt fyrirfram ákveðnum reglum. Fólk stundar íþróttir af ýmsum ástæðum, til að sigra í keppni, til að ná besta árangri, til að halda sér í góðu líkamlegu og andlegu formi eða einfaldlega ánægjunnar vegna. Íþróttir eru flokkaðar á ýmsan hátt, t.d. í einstaklingsíþróttir og hópíþróttir, keppnisíþróttir og almenningsíþróttir. Íþróttir hafa verið stundaðar í einhverri mynd af mönnum frá alda öðli.