Ófærutangi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ófærutangi heitir klettabelti vestan við Þjórsá, innst í Gljúfurleit. Fram af Ófærutanga þurfa fjallmenn að klífa til að hefja göngur sínar um Þjórsárgljúfur. Ófærutangi samanstendur af þremur háum stöllum sem gangnamenn þurfa að stökkva niður. Verk þetta er nokkuð hættulegt. Fossinn Dynkur er stuttan spöl ofar í Þjórsá.