Þjórsá
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þjórsá er lengsta á Íslands, alls 230 km löng. Hún á upptök sín í Hofsjökli og rennur í suður til sjávar vestan Þykkvabæjar. Þjórsá er sýslumörk Rangárvallasýslu og Árnessýslu og er sóttvarnarlína hvað varðar búfjárveikivarnir.
Efnisyfirlit |
[breyta] Samgöngur
Tvær brýr eru á ánni, önnur neðan við Þjórsártún og hin rétt neðan Sultartangavirkjunar. Gamla brúin við Þjótanda var tekin í notkun árið 1895 og endurgerð nokkru neðar árið 1949. Nýja brúin, sem leysti þá gömlu af hólmi, var tekin í notkun árið 2003 og er tæpur kílómetri á milli þeirra.
Nokkur vöð eru á ánni, þau helstu eru Nautavað við Þjórsárholt og Hagavað við bæinn Haga.
Gamla Sprengisandsleiðin lá inn Gnúpverjaafrétt og yfir Þjórsá á vaði á móts við Sóleyjarhöfða, sem er austan árinnar. Þarna vestan ár er fjallkofi fyrir fjallmenn Gnúpverja, sem kallast Bólstaður.
[breyta] Virkjanir
Í Þjórsá eru tvær vatnsaflsvirkjanir, Búrfellsvirkjun og Sultartangavirkjun. Búðarhálsvirkjun er í byggingu og á teikniborðinu eru tvær til viðbótar; Núpsvirkjun og Urriðafossvirkjun.
[breyta] Fossar
Í Þjórsá eru margir fagrir fossar. Sé talið ofan frá er röðin eftirfarandi: Kjálkaversfoss, Dynkur, Gljúfurleitarfoss, Tröllkonuhlaup, Þjófafoss, Minna-Núps flúðir, Búðafoss og Hestfoss sitt hvoru megin við Árnes og að lokum Urriðafoss.
[breyta] Heimildir
- Vísindavefurinn: „Hver er lengsta á á Íslandi og hvað er hún löng?“
- Vegagerðin - saga og minjar - söguleg gögn - blaðaefni um vegagerð árið 1895b. Skoðað 26. febrúar, 2006.
- Gísli Gestsson, safnvörður. Árbók FÍ 1956. Árnessýsla milli Hvítár og Þjórsár. , .