Static Wikipedia February 2008 (no images)

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu

Web Analytics
Cookie Policy Terms and Conditions Ófrjósemi - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Ófrjósemi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

 Það þarf að skrifa þessa grein út frá alþjóðlegu sjónarmiði en hún er hlutdræg Íslandi og mannkyninu.

Vinsamlegast bættu greinina eða ræddu málið á spjallsíðunni.

Það eru um 15% af öllum pörum á Íslandi sem eiga við ófrjósemi að stríða. Til að par teljist eiga við ófrjósemi að stríða þarf það að hafa stundað reglulegt, óvarið kynlíf í eitt ár eða lengur án þess að úr verði barn. Þar sem það þarf alltaf tvo til að úr verði barn segir það sig sjálft að orsök ófrjóseminnar getur legið hvort sem er hjá karlmanninum eða konunni.

Efnisyfirlit

[breyta] Orsakir hjá konum

[breyta] Legslímuflakk - (e. endometriosis)

Einkenni legslímuflakks eru meðal annars: mjög kvalarfullir túrverkir, verkir við samfarir, verkir við hægðir og í mjög mörgum tilfellum ófrjósemi. Eina leiðin til að greina legslímuflakk er með kviðarholspeglun sem er tiltölulega einföld aðgerð.

[breyta] Fjölblöðrueggjastokkaheilkenni - (e. Polycystic Ovarian Syndrome, PCOS)

Einkenni PCOS eru meðal annars: Óreglulegar blæðingar, tíðastopp, offita, bólur í andliti, kýli á líkama, brúnir blettir, húðsepar og þunglyndi. Um ein af hverjum 5 konum er talin vera með PCOS, meginþorri þeirra kvenna sem við þetta stríða þurfa einhverntíma að kljást við ófrjósemi. Egglos er stopult og óreglulegt og getur því verið erfitt að fylgjast með því. Engin lækning er til við PCOS en það er hægt að meðhöndla einkennin með lyfjagjöf, breyttu mataræði og hreyfingu.

[breyta] Hormónaójafnvægi

[breyta] Snemmbúin tíðarhvörf

[breyta] Stíflur eða samgróningar í eggjaleiðurum

Þegar um stíflur í eggjaleiðurum er að ræða er í mörgum tilfellum hægt að fjarlægja þær með einum eða öðrum hætti. Hins vegar er það þannig þegar um samgróninga er að ræða að það getur verið mjög erfitt að reyna að opna fyrir eggjaleiðarann/-ana og þá er eina lausnin til að reyna að verða barnshafandi sú að fara í glasafrjóvgun.

[breyta] Síendurtekin fósturlát

Talað er um síendurtekin fósturlát þegar konan verður ófrísk (það koma tvö strik á þungunarprófið) en nær af einhverjum ástæðum ekki að ganga með. Það er mjög mismunandi á hvaða tíma fósturlátið verður, allt frá því að gerast á fyrstu vikunum, í kring um 3ja mánaða tímabilið þegar venjulega er talað um að „örugga“ tímabil meðgöngunnar sé komið, eða eftir það. Í þessum tilfellum eru væntanlegir foreldrar oft búnir að sjá og fá að heyra hjartslátt og missirinn er nokkuð öðruvísi en eftir 2ja vikna bið og að komast að því að fósturvísirinn hafi ekki fest sig eða að tæknisæðingin hafi ekki heppnast. Líka vegna þess að í ófáum tilfellum þarf konan að fara í svokallað útskrap til að fjarlægja fóstrið úr leginu ef það fer ekki út sjálft með tíðarblóði.

[breyta] Léleg eða engin egg

Í einhverjum tilfellum gerist það að kona fæðist án eggfrumna eða að eggfruman þroskist einhverra hluta vegna ekki í eggjastokknum og þá er eina ráðið að fá egg að gjöf frá annarri konu. Svipað er uppá teningnum þegar um léleg egg er að ræða, en konur fæðast (venjulega) með öll sín egg í eggjastokkunum og ef allt er eðlilegt þá þroskast eitt í hverjum tíðarhring. Eftir því sem aldurinn færist yfir verða eggin eldri og skurnin getur þykknað þannig að sáðfruma nái ekki að brjótast í gegn eða eggin verða hreinlega ónothæf. Í þessum tilfellum er eina lausnin ef konan vill eiga tækifæri á því að ganga með barn að fá gjafaegg frá annarri konu.

[breyta] Orsakir hjá karlmönnum

[breyta] Æðagúlpur eða æðaflækja við eistu

Eistun hanga í pungnum utan við líkaman. Þetta vitum við öll. Og ástæðan er sú að eistun þurfa lægri líkamshita til að geta framleitt sáðfrumur. Þegar karlmaður er með æðagúlp eða -flækju við eistun vill hitinn í pungnum hækka og valda því að sæðisframleiðslan verður léleg eða hreinlega engin. Hægt er að reyna að bæta ástandi með minniháttar aðgerð þar sem lokað er fyrir blóðflæði til blóðríkra æða í gúlpnum/flækjunni í þeirri von að hitinn muni lækka og sæðisframleiðslan taki við sér.

[breyta] Lélegt eða vanskapað sæði

Nokkuð hefur verið rætt um aukið magn estrogens í umhverfinu og hvernig það hefur áhrif á sæðisframleiðslu hins almenna karlmans (ekki gott), þröngar nærbuxur, heit böð og heitir pottar og fleiri hlutir hafa líka áhrif á gæði sæðisins.

[breyta] Vanþroska sæði

Þetta getur orsakast af æðagúlp eða -flækju eins og kom fram hér að ofan en í einhverjum tilfellum þá gerist þetta af ókunnum orsökum. Hægt er að reyna að finna þroskaðar frumur í sæðissýni og freista þess að glasafrjóvgun eða smásjárfrjóvgun gangi, en ef ekki þá er eina lausnin sú að fá gjafasæði.

[breyta] Ekkert sæði

Ef karlmaðurinn framleiðir ekki sáðfrumur er eina lausnin að fá gjafasæði. Meðferðirnar sem taldar eru upp hér að neðan eru þá framkvæmdar með sæði frá sæðisgjafanum í stað sæðis frá maka.

[breyta] Meðferðir

[breyta] Tæknisæðing

Þegar par fer í tæknisæðingu er konan látin örva hjá sér eggjastokkana þannig að örugglega verði egglos og kvöldið fyrir tæknisæðinguna sprautar hún sig með svokallaðri miðnætursprautu sem tryggir að egglosið verði á réttum tíma. Karlmaðurinn skilar inn sæðisprufu um morguninn sem er unnin (lélegar frumur fjarlægðar, sett í vökva sem hjálpar sáðfrumunum að synda). Um hádegisbil er aðgerðin svo gerð. Örlitlu röri er stungið upp í gegnum leggöngin, í gegnum leghálsinn og alveg upp að legbotninum og sæðinu er sprautað þangað svo það eigi sem bestan möguleika á að hitta á eggið og úr verði barn.

[breyta] Glasafrjóvgun

Þegar um glasafrjóvgun er að ræða fer konan fyrst í gegnum ferli sem minnir á tíðarhvörf þar sem slökkt er á hormónastarfseminni. Eftir það tekur svo við tímabil þar sem eggjastokkarnir eru örvaðir þannig að sem flest eggbú þroskist. Þá tekur við eggheimta sem er smá aðgerð framkvæmd með deyfingu. Karlmaðurinn skilar sæðisprufu sem er unnin á svipaðan hátt og við tæknisæðingu. Kynfrumunum er svo komið fyrir í tilraunaglasi og þeim leyft að leika lausum hala, ef svo má að orði komast, og úr verða vonandi einn eða fleiri fósturvísar.

Fósturvísarnir eru svo annaðhvort settir upp hjá konunni tveimur dögum seinna eða þeir frystir og hugsanlega notaðir seinna. Hér á Íslandi eru aldrei settir upp fleiri en 3 fósturvísar og yfirleitt ekki nema einn eða tveir. Þetta er gert til að koma í veg fyrir fjölburafæðingar en þó kemur af og til fyrir að úr verða tví- eða þríburar.

[breyta] Smásjárfrjóvgun

Ferlið þegar um smásjárfrjóvgun er að ræða er að mestu leyti eins og við glasafrjóvgun, nema í stað þess að leyfa kynfrumunum að kynnast í glasi þá er valin úr ein sáðfruma og henni sprautað í eitt egg. Þetta er gert við öll eggin sem nást við eggheimtu og svo er beðið og séð hversu mörg skipta sér og verða að fósturvísum. Uppsetningin er svo með sama hætti.

[breyta] Gjafaegg og/eða gjafasæði

Static Wikipedia 2008 (no images)

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu -

Static Wikipedia 2007 (no images)

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu -

Static Wikipedia 2006 (no images)

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu