Ólafur Egill Egilsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ólafur Egill Egilsson (fæddur 12. október 1977) leikari og leikstjóri, sonur Egils Ólafssonar og Tinnu Gunnlaugsdóttur. Hann útskrifaðist úr Leiklistardeild Listaháskólans vorið 2002 og var tilnefndur til Grímuverðlaunanna 2004 sem besti leikari í aðalhlutverki og vann Grímuverðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki 2005. Ólafur Egill lék eitt af aðalhlutverkum í kvikmynd Þráins Bertelssonar Einkalíf (1996) og söng með rokkhljómsveitinni Niður frá 1995 til 1997.