1. FC Kaiserslautern
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
1. FC Kaiserslautern (gælunafn: Rauðu djöflarnir) er þýskt knattspyrnufélag stofnað í Kaiserslautern í sambandslandinu Rheinland-Pfalz. Félagið varð til við samruna Germania 1896 og FG Kaiserslautern og hét félagið FC 1900. Eftir nokkra aðra samruna fékk félagið sitt endanlega nafn árið 1932.
Efnisyfirlit |
[breyta] Saga félagsins
Fyrri hluta 20. aldar var félagið mestum í neðri deildum og eftir seinni heimsstyrjöldina var suðvestur hluti Þýskalands hernumin af Frökkum og spilaði FCK í norður/suður deild en síðar spiluðu þeir í Oberliga. Að lokum slepptu Frakkar tökum á fótboltanum og árið 1947 vann FC Kaiserslautern Norðurdeildina með yfirburðum og er það helst að þakka þeim bræðrum Ottmar og Fritz Walter.
FC Kaiserslautern spilaði stóra rullu í þýska boltanum snemma á 6. áratugnum, en þeirra fyrsti Þýskalandsmeistaratitill var 1951. Á HM 1954 voru fimm leikmenn Kaiserslautern í liði Vestur-Þýskalands, en það ár varð Vestur Þýskaland heimsmeistari.
Árið 1963 var núverandi Bundesliga sett á koppinn og var árangur Kaiserslautern það góður að þeir fengu aðvera í hóp 16 liða sem mynduðu þá deild.
FC Kaiserslautern hefur oft spilað til úrslita í bikarnum en náði ekki alla leið í bikarnum fyrr en 1990. Ári seinna urðu þeir Þýskalandsmeistarar. Árið 1996 urðu þeir bikarmeistarar en lentu það ár í 16. sæti í Bundesligu og féllu þar með. Árið 1997 spiluðu þeir því í 2. Bundesligu en komust örugglega upp.
Eitt merkasta ár í sögu rauðu djöflana var árið 1998 en þá náðu þeir því einstaka afreki að sigra deildina undir stjórn Ottho Rehagel. Er það í fyrsta skipti í sögu deildarinnar að lið sem er nýkomið upp sigri á sínu fyrsta ári.
Síðasti áratugur hefur verið félaginu þungur í skaut. Miklir fjárhagserfiðleikar, m.a. vegna byggingar nýs leikvangs hafa gert félaginu erfitt fyrir.
[breyta] Hetjur FCK
Þekktustu nöfn FCK eru bræðurnir Ottmar og Fritz Walter, Werner Kohlmeyer, Horst Eckel og Werner Liebrich. Eiga þessir leikmenn það sameiginlegt að hafa orðið heimsmeistarar með Vestur Þýskalandi 1954. Að öllum öðrum ólöstuðum er nafn Fritz Walters þekktast.
Þekktir leikmenn hin síðari ár má nefna Andreas Brehme (1981-1986), Hans-Peter Briegel, Mario Basler (1989-1991 og 2003-2004), Michael Ballack (1997-1999)
[breyta] Fritz Walter
Fritz fæddist 31. október 1920 í Kaiserslautern og spilaði allan sinn feril með félaginu eða til ársins 1959. Fritz spilaði 379 leiki fyrir félagið og gerði 306 mörk. Hann varð Þýskalandsmeistari 1951 og 1953. Fritz Walter spilaði 61 sinni fyrir hönd Þýskalands og gerði 33 mörk.
Fritz Walter hlaut ýmsar viðurkenningar m.a. frá FIFA og DFB. Fritz var dáður hjá aðdáendum félagsins og mun nafn hans vera ódauðlegt í hugum margra FCK aðdáenda. Árið 2000 var nýr leikvangur félagsins skýrður í höfuð Fritz: Fritz Walter Stadium.
Fritz Walter átti sér draum, en það var að sjá HM leik á Fritz Walter Stadium með bróður sínum Ottmar og vini þeirra Horst Eckel. Draumurinn rættist ekki en Fritz lést árið 2002 á 82. aldursári.
[breyta] Tengill
[breyta] Heimild
- Heimasíða félagsins. Skoðað 28. júní, 2006.