Andrómeda (grísk goðafræði)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Andrómeda var stúlka í forngrískri goðafræði. Hún hafði verið fjötruð við klett þar sem hún beið þess að verða étin af sæskrímsli en var bjargað af Perseifi, sem kvæntist henni. Andrómeda var dóttir Kefeifs, konungs í Eþíópíu, og Kassíepeiu, drottningar.