Básendaflóðið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Básendaflóðið var mikið sjávarflóð, sem hlaust af einhverri kröppustu lægð sem farið hefur yfir Ísland á sögulegum tíma. Gekk það yfir aðfaranótt 9. janúar 1799 og olli miklum skemmdum á suðvesturlandi. Kaupstaðurinn að Básendum varð rústir einar og byggðist aldrei aftur. Kirkjur fuku á Hvalsnesi og Seltjarnarnesi. Bátar og skip skemmdust víða á svæðinu frá Eyrarbakka og vestur á Snæfellsnes.
[breyta] Heimildir
- Básendaflóðið 1799 - Lýður Björnsson. Skoðað 27. júní, 2006.