Bæjarhreppur (A-Skaftafellssýslu)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bæjarhreppur var hreppur í Austur-Skaftafellssýslu, kenndur við bæinn Bæ í Lóni.
Hreppurinn varð til ásamt Bjarnaneshreppi árið 1801 þegar Holtahreppi var skipt í tvennt.
Hinn 6. júní 1998 sameinaðist Bæjarhreppur Hofshreppi, Borgarhafnarhreppi og Hornafjarðarbæ undir merkjum sveitarfélagsins Hornafjarðar.