Bíldudalshreppur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bíldudalshreppur var hreppur við sunnanverðan Arnarfjörð í Vestur-Barðastrandarsýslu, kenndur við þorpið Bíldudal.
Hreppurinn var stofnaður 1. júlí 1987 við sameiningu Ketildalahrepps og Suðurfjarðahrepps. Hinn 11. júní 1994 sameinaðist Bíldudalshreppur svo Barðastrandarhreppi, Rauðasandshreppi og Patrekshreppi undir nafninu Vesturbyggð.