Borgarfjörður
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- Um fjörð og samnefnt þorp á Austurlandi, sjá Borgarfjörður eystri.
Borgarfjörður er fjörður sem gengur inn úr Faxaflóa sunnan við Mýrar og norðan við Hvalfjörð. Við fjörðin stendur bærinn Borgarnes. Fjörðurinn dregur nafn sitt af bæ Skalla-Gríms Kveld-Úlfssonar, Borg. Yfir fjörðinn liggur Hringvegurinn um Borgarfjarðarbrúna sem var tekin í notkun 1980. Í fjörðinn rennur Hvítá en í henni verka áhrif flóðs og fjöru.
Út í fjörðinn að sunnanverðu gengur Kistuhöfði í landi Hvanneyrar.