Claudíus
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tiberius Claudius Caesar Augustus Germanicus (1. ágúst 10 f.Kr. – 13. október 54), áður Tiberius Claudius Drusus Nero Germanicus en þekktastur sem Claudius (stundum skrifað Cládíus), var fjórði rómverski keisarinn af júlíönsku-cládísku ættinni. Hann ríkti frá 24. janúar 41 til dauðadags árið 54. Claudius fæddist í Lugdunum í Gallíu (í dag Lyon í Frakklandi). Foreldrar hans voru Drusus og Antonia Minor. Claudius var fyrsti rómverski keisarinn sem fæddist utan Ítalíu. Claudius þótti ekki líklegur til að verða keisari. Sagt var að hann væri fatlaður og fjölskylda hans hafði nánast útilokað hann úr opinberu lífi þar til hann gegndi embætti ræðismanns ásamt frænda sínum Caligula árið 37. Fötlunin kann að hafa bjargað honum frá örlögum margra annarra rómverskra yfirstéttarmanna þegar Tiberius og Caligula ríktu og létu taka marga af lífi sem þeir töldu ógna sér. Þegar Caligula hafði verið ráðinn af dögum hyllti lífvörður keisarans hann sem keisara en þá var hann síðasti fullorðni karlmaðurinn í sinni ætt. Þrátt fyrir reynsluleysi í stjórnmálum reyndist Claudius vera hæfur stjórnandi og mikill framkvæmdamaður. Á valdatíma hans stækkaði Rómaveldi allnokkuð og lögðu Rómverjar m.a. undir sig Bretland. Claudius var áhugasamur um lög og lagasetningu, hann dæmdi í opinberum réttarhöldum og felldi allt að 20 dóma á dag. Aftur á móti þótti hann ekki sterkur stjórnandi, einkum af yfirstéttinni. Claudius neyddist til að vera sífellt á verði um völd sín — leiddi það til dauða margra rómverskra öldungaráðsmanna. Claudius átti ekki sjö dagana sæla í einkalífi sínu og var á endanum myrtur af þeim sem stóðu honum næst. Orðspor hans beið hnekki af þessum sökum meðal fornra höfunda. Sagnfræðingar nú á dögum hafa mun meira álit á Claudiusi.
[breyta] ClaudiusSagnaritarinn Suetonius lýsir útlitseinkennum Claudiusar í smáatriðum[1]. Hné hans voru veik og létu undan þunga hans og höfuð hans hristist. Hann stamaði og var óskýrmæltur. Hann slefaði þegar hann varð æstur. stóumaðurinn Seneca segir í verki sínu Apocolocyntosis (Hinn goðumlíki Claudius tekinn í graskeratölu) að rödd Claudiusar væri ólík öllum landdýrum og hendur hans voru einnig veikburða[2]. Aftur á móti bar hann engin lýti og Suetonius greinir frá því að þegar hann var rólegur og sitjandi hafi hann virst hávaxinn, stæðilegur og virðulegur[3]. Þegar hann reiddist eða varð stressaður urðu einkenni hans verri. Sagnfræðingar eru á einu máli um að þetta hafi verið honum til framdráttar þegar hann tók við völdum[4]. Claudius hélt því sjálfur fram að hann hefði ýkt einkenni sín til að bjarga lífi sínu. Á 20. öld voru afar skiptar skoðanir á ástandi Claudiusar. Á fyrri helmingi aldarinnar var lömunarveiki viðtekin skýring á ástandi hans. Robert Graves styðst við þessa skýringu í bókum sínum um Claudius, sem komu fyrst út á 4. áratugnum. Lömunarveiki útskýrir þó ekki öll einkennin og því hefur giskað á að heilalömun væri ástæðan, eins og Ernestine Leon hefur lýst veikinni[5]. Fornir sagnaritarar lýsa Claudiusi sem rausnarlegum manni, manni sem sagði lélega brandara, hló óstjórnlega og snæddi hádegisverð með lágstéttarfólki[6]. Þeir draga einnig upp mynd af honum sem blóðþyrstum og grimmum manni, sem var auðveldlega reiddur til reiði (þótt Claudius viðurkenndi sjálfur síðasta persónueinkennið og baðst opinberlega afsökunar á skapofsa sínum)[7]. Þeir töldu hann einnig of treystandi og að eiginkonur hans og leysingjar ráðskupust of auðveldlega með hann[8]. En á sama tíma draga þeir upp mynd af honum sem ofsóknaróðum og tilfinningalausum manni, leiðinlegum sem ætti auðvelt með að ruglast[9]. Varðveitt rit Claudiusar sjálfs benda til annars, að hann hafi verið gáfaður maður, vel lesinn og athugull og réttlátur stjórnandi. Claudius er þess vegna hálfgerð ráðgáta. Síðan „Bréfið til Alexandríumanna“ fannst hefur mikið verið gert til að veita Claudiusi uppreisn æru og og komast að sannleikanum.
[breyta] Neðanmálsgreinar[breyta] Heimildir
[breyta] Tengt efni
[breyta] TenglarFornar heimildir (öll verkin eru á ensku):
|