Claude Monet
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Claude Monet (14. nóvember 1840 – 6. desember 1926) var franskur listmálari sem er einn af upphafsmönnum impressjónismans; listastefnu sem kom upp meðal listamanna í París á síðari hluta 19. aldar. Hann fékkst fyrst og fremst við landslagsmálverk sem hann málaði undir berum himni.