Claudio Monteverdi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Claudio Monteverdi (15. maí 1567 (skírður) - 29. nóvember 1643) var ítalskt tónskáld á mótum endurreisnar- og barokktímabilanna. Hans tónlist er oft sögð mynda eins konar brú milli þessara tveggja skeiða í tónlistarsögunni. Monteverdi samdi fyrsta verkið sem kallast getur ópera í nútímaskilgreiningu þess orðs, Orfeo.