EJS
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fyrirtækið Einar J. Skúlason, síðar EJS hf., var stofnað árið 1939. Starfsemin hófst með rekstri á skrifvélaverkstæði sem síðar varð að verslun og innflutnings- og þjónustufyrirtæki fyrir skrifstofuvélar. Fljótlega bættist einnig við sala á búðarkössum.
Í byrjun níunda áratugarins hóf fyrirtækið að þreifa fyrir sér í tölvumálum. Helstu bankastofnanir landsins gerðu við það langtímasamning um beinlínutengingu og heildartölvuvæðingu á afgreiðslukerfum. Í kjölfarið, árið 1984, var fyrirtækið gert að hlutafélagi. Skömmu síðar seldi Einar, stofnandi þess, nokkrum starfsmönnum hlut sinn og hætti alfarið afskiptum af fyrirtækinu fyrir aldurs sakir. Einar er nú látinn.
EJS hf. einbeitir sér nú að upplýsingatækni. Þjónusta EJS nær til flestra hliða nútíma upplýsinga- og samskiptatækni.