Fjórðungssandur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fjórðungssandur er landflæmi á Gnúpverjaafrétti, milli ánna Kisu og Hnífár. Fjórðungssandur er gróðurlaus að mestu nema í Eyvafeni og Hnífárveri en við það síðarnefnda hefst óslitið gróðurbelti inn að Arnarfelli hinu mikla — er því hægt að segja að Þjórsárver hefjist hér.
Fjórðungssandur dregur nafn sitt af því að þegar Sprengisandsleið var farin milli landsfjórðunga þurfti að ríða yfir sandinn og tók það að jafnaði 3 tíma. Nafnkunnugasta kennileyti á sandinum er Norðlingaalda en síðan um 1970 hefur verið talað um að virkja Þjórsá á þessum stað.